Bolfiskvélar daglegt viðhald

Hnífaskipti í Vélfag M-700 og Baader-189

Hér eru stutt myndbönd sem sýna hnífaskipti í flökunarvél. Bestu hnífarnir (minnst slitnu) eru alltaf notaðir sem neðri flökunarhnífar. Slitnustu hnífarnir eru alltaf notaðir sem fráskurðarhnífar.

Hnífaskipti í B-189 eru nokkurn veginn alveg eins og í M-700 vélinni fyrir utan fráskurðarhnífana.

Mikilvægt er að hafa hnífabil rétt grunnstillt Sjá Stillingar Hnífa til að hámarka nýtingu. Í mjög stórum fiski þarf samt stundum að auka hnífabilið til að hægt sé að flaka hann beinlausan eða flaka hann yfirhöfuð.

Best er að gera það með þar til gerðum millileggjum eins og myndbandið sýnir.

Þá þarf ekkert að eiga við klemmurnar og hnífarnir fara á sinn stað þegar millileggin eru tekin. Millileggin koma í nokkrum stærðum og fást td. hjá Vélfag .

Nýtingartap

•        Smár fiskur

•        Slitnir hnífar

 Viðmiðunarmörk breytast mikið sjá mynd.

Góð ráð alltaf got að setja nýja hnífa í vél fyrir smáfisk.

Bil á milli hnífa (lárétt) miðast við þær lágmarksstærðir af fiski sem vélin er gefin upp fyrir. Sé bilið og mikið milli hnífa í hverju hnífapari getur nýting á smáum fiski hrapað. Gormar halda við hnífana og ganga hnífarnir sundur eftir mismunandi stærðum fisk.

Einkenni

Sé bil á milli hnífa of mikið þá verður hryggur þykkur, það má sjá á hryggnum eftir að fiskurinn hefur farið í gegnum vélina að mikið hold er þá eftir á hrygg.

Góð ráð

Alltaf skal halda uppgefnum málum frá frameiðanda réttum. Hægt er að kann bil á milli hnífa með söðlastýringar og sporðstýringar sem viðmið. Reglulega skal huga að því að hnífar á öxlum og gormar hreyfist lipurt.

Ath. Í stórum fiski þarf að minnka endaþrýsting á hnífaöxlum efri hnífa (M-700/ B-189) og fráskurðarhnífa (M-700) Sjá Stillingar Hnífa