Þessi kennslusíða hjá Fisktækniskóla Íslands er styrkt af Rannsóknarsjóðs síldarútvegsins (RS)

Markmið Rannsóknarsjóðs síldarútvegsins var að efla vöruþróun og markaðsöflun á síldarafurðum. Jafnframt að efla nýsköpun, rannsóknir og fræðslu- og kynningarstarf í sjávarútvegi.

Lengi vel var aðallega einn framleiðandi fiskvinnsluvéla á Íslandi, Baader (Þýskt vörumerki). Í dag eru  mun fleiri fiskvinnsluvélar á markaðinum þ.á.m. frá  Íslenskum framleiðendum eins og Curio og Vélfag  sem eru mjög góð viðbót fyrir framleiðendur fiskafurða.

Með markvissari kennsla er hægt að bæta nýtingu á hráefni sem er mjög mikilvægt í dag. Fiskvinnsluvélar nútímans eru mjög sérhæfður búnaður sem byggir bæði á eldri og nýrri tækni. Flestar, ef ekki allar nýjar, stærri fiskvinnsluvélar eru að mestu leyti tölvustýrðar og nauðsynlegt er að kenna og sýna, hvernig virkni þessa búnaðar, stillingar, viðhald og eftirlit getur skipt sköpum er kemur að nýtingu.  Það er aukin þörf á sérhæfðu starfsfólki í fiskvinnslu með góðan bakgrunn í tækni og hugbúnaði. Stafrænt námsefni eða kennslumyndbönd myndu auka möguleikana á því að koma fræðsluefni til skila með skýrum hætti.

Markhópurinn er í raun tvískiptur, nemendur í vinnslutækninámi og starfsmenn til sjós og lands  sem vinna með þennan búnað.  Við þökkum öllum vélaframleiðendum með aðstoðina við efnissöfnun.

Umsón með verkefni höfðu þau Ásdís V Pálsdóttir og Jón Kristinn Sigurðsson.

Uppsetning á heimsíðu Bernharð Aðalsteinsson