Daglegt viðhald
Viðhald og umsjón
Nauðsynlegt er að smyrja vélina daglega ef hún er keyrð allan sólahringinn til að tryggja öruggan rekstur. Hnífurinn er brýndur eftir þörfum, þegar tennur hnífs eru rúmlega hálfslitnar verður að setja nýjan.
Ath! Snúið hnífnum alltaf eins í brýningarvélinni, best er að merkja aðra hliðina á nýjum hníf með tússi og snúa þeirri hlið td. alltaf út þegar hnífur er brýndur.
Haldið vélinni hreinni, skolið af henni þegar vinnslu lýkur og eins þegar farið er í mat og kaffi. Fylgist vel með sugugati og barkanum sem fer í slóg-tankinn. Þetta getur stíflast og þá hættir vélin að taka innyflin frá. Skipta þarf um slóghjólið þegar það er orðið slitið/ónýtt.
Gætið þess að reimar séu hæfilega strekktar og fylgist með sliti í hjólum og leiðurum. Færiband á að vera jafnstrekkt báðum megin.
Eldri vélar eru með keðjukassa sem þarf að halda hreinum og smyrja reglulega
Öryggi
Ekki klæðast neinu sem getur flækst í vélina! Flaksandi ermar, treflar, slæður o.þ.h. geta hæglega dregið mann eða hendi í hnífinn. Framkvæmið ekki hnífaskipti, smurningu, lokaþrif og/eða viðgerðir, fyrr en búið er að slá inn öryggisrofa. Sannprófið öryggisrofa (neyðarstopp) reglulega. Klæðist aðskornum fötum og/eða notið ermahlífar, hlífðarsvuntu þegar vélin er mötuð.
Höfum það í huga að fiskvinnsluvélar eru mjög öflugar og geta skorið útlim af manni átakalaust!
Hnífaskipti
Gæta skal varúðar þegar skipt er um hnífinn, hann er níðþungur og mjög beittur. Mörg slys hafa orðið þegar menn hafa misst hnífinn úr höndunum og jafnvel dottið á hann. Notið alltaf öryggishanska við hnífaskipti og burðartösku þegar hnífurinn er fluttur á milli staða.
Sjá kafla um brýning hnífa