Vacumdæla
Hér er smá kynning á þeim vaacudælum sem eru mest notaðar við sjóhausara hérlendis. Þetta eru loftdælur sem eru ætlaðar til að dæla hreinu og þurru lofti og alls ekki hannaðar fyrir bleytu, fitu og innyflaleifar úr fiski.
Dælurnar eru mjög þéttar og því þarf ekki mikil óhreinindi til að þær stöðvist.Þess vegna er mjög mikilvægt að gæta þess að slógtankur yfirfyllist aldrei og best að staðsetja dæluna langt frá tankinum. Hægt er að tefja fyrir því að dælurnar stíflist með því að skola úr þeim með volgu sápuvatni í örstutta stund eftir að vinnslu lýkur.
Hægt er að breyta þessum dælum til að hæfa hlutverkinu þeirra betur, með því að aðskilja mótorinn frá dæluhlutanum og auka rýmdina á túrbínuhjólinu. Það er heilmikil framkvæmd, þá þarf nýjan mótor, kúplingu á milli, smíða grind o.þ.h. Margar breyttar dælur eru í notkun en þær fyllast líka af óhreinindum að lokum og festast eins og hinar.
Hér eru nokkrar myndir af hreingerningu á vaacumdælum
Ekki má gleyma að hreinsa rörin og barkana að og frá dælunum líka. Dælurnar koma nýjar með hljóðdeyfum sem eru fljótir að stíflast. Ef dælan er fjarri vinnusvæði þá er best að fjarlæga allt innan úr hljóðkútunum. Að öðrum kosti verður að eiga nýja til skiptanna.