Bolfisk flökunarvélar
Flökunarvél flaka hauslausan fisk í tvö flök með roði. Það eru til margar tegundir flökunarvélum fyrir bolfisktegundir, uppsjávartegundir og flatfisktegundir.
Flakanýting og flakagallar hafa gríðarlega mikil áhrif á framlegð í bolfiskvinnslu. Miklar framfarir hafa átt sér stað á síðast liðnum árum í framleiðslu á flökunarvélum með það að markmiði að bæta flakanýtingu og útrýma flakagöllum.
Allar stærri fiskvinnslur og frystitogarar hérlendis, nota vélar til að flaka fiskinn. Til eru ótal margar gerðir slíkra véla og sumar eru sérsmíðaðar fyrir eina fisktegund eins og td karfa-flökunarvélar.
þessum kafla verður fjallað um mest notuðu bolfisk-flökunarvélar á Íslandi. Þær eru mjög fjölhæfar og geta flakað algengustu tegundir eins og þorsk, ýsu, ufsa og löngu af ýmsum stærðum.
Bolfisk-flökunarvélar eru ýmist byggðar á grind úr ryðfríu stáli eða álsteypu.
Öflug stálkeðja með tenntum söðlum er notuð til að flytja fiskinn í gegn um vélina sem sker holdið frá beindálkinum
Hér eru myndönd af bolfiskflökun til sjós og lands
Athugið að allar nýlegar fiskvinnsluvélar eru með hlífum eða ljóshliðum sem loka af hættulegan búnað og hnífa til að fyrirbyggja slys þegar þær eru í gangi.
Rétt ísetning skiptir mjög miklu máli. Röng ísetning getur eyðilagt flökunina alveg, valdið áberandi göllum og lélegri nýtingu.
Kynnið ykkur leiðbeiningar framleiðanda
Hér eru myndbönd af réttum og röngum vinnubrögðum við mötun flökunarvéla.