Grunnstilling hringhnífabrýnis
Hér er farið yfir hvernig B-61 hnífabrýni er grunnstillt, stilling á öðrum gerðum hnífabrýna er framkvæmd á svipaðan hátt
Þegar unnið er með þessa hnífa verður alltaf að nota öryggishanska. Hnífarnir eru þungir, sleipir og álíka beittir og rakhnífar. Allt of mörg slys hafa orðið vegna kæruleysis í meðhöndlun þeirra!
Notið eingöngu nýja/nýlega steina þegar brýnið er grunnstillt
Byrjið á að grófmiðja steinana með stilliáhaldi sem fylgir/er áfast brýninu.
Setjið svo splunkunýjan hníf í brýnið og stillið hann til hliðar, hægri/vinstri, nákvæmlega fyrir miðju á nýjum steinum
Til að fínstilla hæðina á steinunum er best að tússa eggina á nýjum hníf og slaka honum létt niður í þurra steinana með vélina í gangi. Þegar tússið fer alveg af allri egginni í fyrsta hring er brýnið klárt til notkunar.
Tilgangurinn með því að fínstilla brýnið á þennan hátt er að halda í upprunalega gráðu á hnífunum eins lengi og kostur er. Verksmiðjugráðan á hnífunum er hönnuð út frá hámarksnýtingu og öruggum skurði.
Hér er stutt skýringarmyndband af grunnstillingu hnífabrýnis.