Bolfiskvélar sköfuhnífar

Sköfuhnífar eru til að skafa þunnildið frá dálknum. Á flestum söðla-flökunarvélum sem eru í notkun(undantekning B-184 og B-185) er þetta það síðasta sem vélin gerir áður en flakið losnar frá og dettur á færibandið

Síldarflökunarvélar/torfufiskavélar og aðrar reimavélar fyrir smáfisk, t.d. B-188 og B-190 eru ekki með neina sköfuhnífa. Þessar vélar nota liggjandi hringhnífa í staðinn

Hér verður farið yfir grunnstillingu á sköfuhnífum B-189 og M-700

Ath! töluvert bras getur verið að ná þessum hnífum góðum og því er mikilvægt að fikta ekkert í stillingum eða að brýna þá, nema þess þurfi nauðsynlega með!

Fyrst er athugað hvort hnífurinn liggi ekki þétt upp við e- beinastýringu og með sama halla og hún, miðað við að minnsta bil við framodd skofuhnífa á milli beinastýringa sé 9 mm.

Svo er hæð framendans stillt með hæðarstilliskrúfunni.

Að því loknu þarf að skoða hvernig sköfubrettið undir hnífnum lítur út

Til að stilla bilið á milli brettis og hnífs þarf að losa alla 4 boltana sem halda brettinu á hjörunum.

Vinsæl aðferð er að losa boltana og lyfta brettinu upp, setja kverkina á brettinu alveg að hnífnum og herða boltana við hjarirnar í þeirri stöðu. Þegar brettinu er slakað niður er bilið oftast orðið rétt

Þegar hæð hnífsins og hæð sköfubrettis/bilið á milli hnífs og brettis er orðið rétt þarf að stilla gormþrýsting á öllum gormum. Stillingarnar sem fylgja myndunum eru nærri lagi en oftast þarf fisk til að fínstilla gormana

Þegar ýsa er unnin er stundum betra að lækka sköfubrettið um 1-2 mm að framan og láta hæðina á sköfuhnífum eiga sig. Ath! Þegar brettið er lækkað þarf að auka bilið á fjöðrunar-stopp-boltanum og muna að breyta til baka þegar brettið er hækkað aftur.

Að lokum þarf að athuga hvort brettið opnist ekki nóg. Það er gert með því að keyra vélina þannig að sleðinn á söðlinum sé á miðri plastrúllu á arminum