Daglegt viðhald:
Roðfléttivélar án “deep-skinning” búnaðar.
Flestar roðflettivélar sem notaðar eru í fiskvinnslu á Íslandi eru tiltölulega einfaldar að uppbyggingu. Ef nauðsynlegu viðhaldi er sinnt og allar stillingar réttar, þá eru roðvélar mjög áræðanleg tæki.
Hér verður farið yfir helstu atriði sem verða að vera í lagi til að roðvélin virki vel. Ekki skiptir öllu máli hvaða tegund vélar er um að ræða, sömu grunnstillingar gilda fyrir allar.
Við byrjum á að skoða hvernig hefðbundin roðflettivél virkar.