Roðfléttivélar kynning

Meginmarkmiðið með roð-flettivélar er að fjarlægja roðið af fiskinum með sem mýkstum hætti.  Beitt er ýmsum tæknilausnum til að sem minnst los komi í flökin og til að ná fram fallegri áferð á flökum.

Eins og með aðrar fiskvinnsluvélar, eru til ótal gerðir roðvéla frá mörgum framleiðendum sem eru ætlaðar í mismunandi verkefni.

Algeng heiti á þessum vélum í daglegu tali eru: roðrífa,roðflettivél og roðvél.

Í þessum kafla verður fjallað um þær gerðir sem mest eru notaðar hérlendis.

Algengar roðvélar fyrir bolfisk

Baader 51


B-51 er lang algengasta roðflettivél sem hefur verið í notkun á Íslandi sú sem flest eintök eru til af.

Nánast allar fiskvinnslur á landinu höfðu a.m.k eina slíka á gólfinu. Þær eru ekki lengur framleiddar og þeim sem enn eru í notkun fer hægt fækkandi. Þetta eru mög góðar vélar, en nokkuð viðhaldsfrekar.

Baader-52

B-52 er arftaki B-51 og þar er búið að laga ákveðna hönnunargalla sem voru á eldri vélinni varðandi viðhald og umgengni.


Frístandandi roðvélar eru algengastar, en í mörgum tilfellum er roðrífan hluti af flökunarvélinni, hér eru íslenskar roðvélar frá Vélfag. Önnur er sjálfstæð, hin er hluti flökunarvélar


Hægt er að fá búnað á roðvélarnar sem er kallaður „deep skinning“ búnaði sem tekur fitulagið undir roðinu líka.

Það er til mikið úrval roðflettivéla fyrir nánast allan fisk sem er veiddur/ræktaður til manneldis og eru sumar þeirra mjög sérhæfðar.

Svipaðar vélar eru einnig notaðar í kjötiðnaði til hamflettingar, þessi skinndregur td.  kjúklingabringur .


Flestar roðvélar byggja á sömu hugmynd og vinna á svipaðan hátt þó að útfærslan sé mismunandi eftir því hvaða fisktegund er verið að vinna.

Yfirleitt er notast við flugbeittan tannvals sem grípur í roðið og flytur það undir hníf sem skilur roðið frá holdinu. Roðið er í rauninni rifið frá holdinu eins og nöfnin roðrífa og roðflettivél gefa til kynna.  


HÉR ER ANIMATION AF VINNU ROÐVÉLAR


Hér er myndband af B-51, B-52 og Vélfag M-800 í vinnslu

Kynnið ykkur leiðbeiningar framleiðanda

Í stað tannvalsins eru sumar roðvélar með tromlu sem er ofurkæld eða frosin. Þá frýs roðið samstundis við tromluna og fer undir stillanlegan þunnan hníf sem snýst í hringi (bandsög) eða þunnan hníf sem hreyfist til hliðanna. Kostur þessarar aðferðar er að hægt er að ná mikilli nákvæmni við djúproðflettingu/deep skinning. Vélin á myndinni heitir TRIO

Hér er kynningarmyndband af frístandandi roðvél frá Curio