Bolfiskvélar innstýring

Eftir að fisknum hefur verið komið fyrir á söðlinum fer hann í gegn um stýringar sem stýra fiskinum í gegnum skurðarhnífana. Flestar bolfisk-flökunarvélar eru með eftirtöldum stýringum.

1.     Innmötunarborð: Fiskurinn leggst með kviðinn ofan í borðið um leið og hann stingst á söðulinn.

2.     Ytri klöppur: Rétta fiskinn við og beina honum í innri klöppur

3.     Innri klöppur: Stýra fiskinum í efri og neðri flökunarhnífa

4.     Uggaréttari. Rífur bakuggana upp og beinir þeim í uggastýringu

5.     Uggastýring/uggablikk: Stýrir bakuggum á milli efri hnífa (stykkið í heild sinni er oftast kallað mæliskór og þjónar einnig því hlutverki að stærðarmæla fiskinn í mekanískum vélum)

6.     Sporðstýring: Stýrir sporði og kviðuggum í neðri hnífa

7.     Fráskurðarklossar: Stýra dálki á milli fráskurðarhnífa

8. Þenjaraplötur: Stýra dálki inn í neðri beinastýringu

9. Efri og neðri beinastýring: Stýra dálkinum í gegn um vélina

Allar þessar stýringar hafa það hlutverk að gera fiskinn kláran fyrir skurð og verða að vera rétt stilltar til að vélin vinni eðlilega. Þessi búnaður afstillist/breytir sér með tímanum og umsjónarfólk vélanna verður að geta stillt hann sjálft eða vita hvenær þarf að fá einhvern til verksins.


Rif og stilling á innri og ytri  innstýringaklöppum  

Mikilvægt er að allir hnífar séu sammiðja með réttu millibili og fyrir miðri vél!  Ef ekki þarf að breyta stöðu þeirra á klemmunafi.

1.     Setjið neyðarstoppið á

2.     Losið uggaréttara og fjarlægið

3.     Fjarlægið ytri klöppur

4.     Losið mæliskó og fjarlægið

5.     Athugið ástand uggablikkja og skiptið um ef þau eru slitin

6.     Athugið hvernig klöppurnar opnast m/v hnífana til að sjá í hvora áttina þarf að endurstilla

7.     Takið loftið inn á vélina úr sambandi og setjið í staðinn aukaslöngu beint inn á klöpputjakkinn. Skrúfið frá loftinu aftur til að klöppur haldist lokaðar. (það er gormur á mörgum vélum, enginn loft-tjakkur)

8.     Stingið skafti sem líkir eftir fisksporði inn í klöppurnar og kíkið á milli klappanna beint í miðja vél. Klöppur verða að hylja hnífa! Eggin á V og H hnífum á að koma í ljós á sama tíma, ef ekki verður að endurstilla.

9.     Losið viðhaldsbolta H megin alveg og skrúfið hann vel frá (það er enginn slíkur bolti á B-189 nema hann hafi verið heimamixaður.

10.     Slakið (eða herðið) V viðhaldsbolta þannig að vinstri klappa hylji vinstri (efri) flökunarhníf (skiptir engu máli hvar H klappan er)

11.      Stillið hægri klöppu í þá átt sem þarf með því að losa upp á öðru hvoru tannstykkinu og herða það aftur (tannstykkin verða að vera alveg slaglaus!). Kíkið nýju stillinguna með skaftinu. Oftast þarf nokkrar tilraunir, það er dálítil kúnst að fá innri klöppurnar 100% réttar.

12.     Þegar klöppurnar eru orðnar góðar, þá verður að stilla viðhaldsbolta vinstra megin þannig að klöppurnar hylji alla hnífa.


Hér er myndband sem sýnir hvernig innstýringaklöppur á Vélfag M-700/B-189 eru stilltar

Stilling á hnífaöxli

 Stundum kemur í ljós þegar klöppur eru stilltar að hnífar eru ekki rétt miðjaðir, þá þarf að endurmiðja hnífana. Oft er nóg að færa einn hníf (öxul) örlítið á klemmunafi til að ná öllu réttu.


Samsetning eftir klöppustillingu

1.     Setjið mæliskóinn í, gætið þess að uggablikkin lendi á milli hnífa

2.     Stillið viðhaldsbolta H megin þannig að hann snerti arminn

3.     Herðið öryggisrær á báðum viðhaldsboltum

4.     Setjið ytri klöppurnar á og kannið hvort þær opnist rétt fyrir miðju, þær eru stillanlegar á tannstykkjum eins og hinar

5.     Fullvissið ykkur um að mæliskór sé hornréttur og fyrir miðju vélar, hann getur hæglega vanstillst á M-700 vélinni. Mæliskórinn á B-189 breytir sér venjulega ekki því haldarinn er með stýripinnum sem koma í veg fyrir hreyfingu. Það gæti samt þurft að færa hann ef miðjan passar ekki við hnífana.

6.     Setjið uggaréttarann í og herðið rærnar

7.     Tengið loftið inn á vélina (setjið alla gorma á aftur)

8.     Látið vélina snúast hægt og kannið hvort söðlarnir opni klöppurnar  á meðan þeir renna í gegn. Söðlarnir mega aldrei snerta klöppurnar!

9. Ef söðlar snerta klöppur þarf að stilla lyftistöngina upp á nýtt, rúllur fyrir lyftistöngina gætu líka verið ónýtar


Samsetning video

Innstýringar (klöppustilling) Texti með myndbandi

M-700 & B-189

 

1.      Staðsetjið söðul þannig að hann sé ekki að opna klöppur.

2.      Takið uggaréttarann af

3.      Skrúfið fyrir loft inn á flökunarvél og aftengið lofttjakka (fjarlægið klöppugorma)

4.      Fjarlægið ytri klöppur

5.      Fjarlægið mæliskó og athugið uggablikk í leiðinni

6.      Gangið úr skugga um að efri og neðri hnífar séu sammiðja (sjá miðjustilling hnífa)

7.      Tengið loft inn á innri klöpputjakk (setjið gorminn á aftur) og sannreynið hvernig klöppurnar opnast. Best er að gera það með einhverju áhaldi sem líkir eftir fisksporði. Klöppurnar verða að hylja hnífana alveg. Hnífarnir eiga að birtast á nákvæmlega sama tíma þegar skaftinu er stungið í klöppurnar. Ef ekki þá verður að endurmiðja klöppurnar.

8.      Gætið að því að tannstykki séu alveg laus við slit, setjið ný ef það er slag í þeim!

9.      Byrjið á því að losa viðhaldsbolta hægra megin, losið boltann alveg frá.

10.  Stillið svo viðhaldsbolta vinstra megin þannig að vinstri klappa hylji vinstri hnífa, sannprófið með skaftinu hvort hægri og vinstri hnífar birtist á sama tíma

11.   Ef klöppurnar opnast ekki rétt verður að endurstilla tannstykkin. Losið annað hvort H eða V tannstykki og færið hægri klöppu í þá átt sem þarf. Herðið tannstykkið og sannprófið með skafti.

12.   Kíkið miðjustillingu hnífa, hún breytir sér vegna slits í fóðringum o.þ.h. Stundum þarf bara að færa einn hnífaöxul örlítið á klemmunafi til að ná miðjunni réttri.

13.  Efri hnífar verða að koma samtímis í ljós þegar klöppunar opnast, annars er hætta á flakagöllum!

14.   Stillið V viðhaldsbolta þannig að klöppur hylji hnífa, að því loknu stillið H viðhaldsbolta alveg að klöppuarmi. Herðið öryggisrær.

15.   Gætið þess að söðull sleppi vel í gegn um klöppurnar án þess að koma við þær, ef söðull snertir klöppur verður að endurstilla (lengja) lyftistöngina. Það á að vera ca. 2 mm fríhlaup á lyftistönginni í byrjunarstöðu. (þegar söðulsleði er ekki að lyfta henni)

16.   Setjið mæliskóinn aftur í og gætið sérstaklega að því að hann sé fyrir miðju, ef ekki þarf að stilla hann á boltunum sem tengja hann við slána.

17.  Skoðið í lokin hvort ytri klöppurnar opnist ekki rétt, þær eru stilltar á tannstykkjum eins og hinar og verða að opnast jafnt báðum megin við miðju